Innlent

Marel borgar að hluta í evrum

Evrumerkið Evruna ber hér við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi.
Evrumerkið Evruna ber hér við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi.

Hátæknifyrirtækið Marel hefur samið við hluta starfsmanna hér á landi um evrutengingu launa. Á vettvangi ASÍ hefur verið hreyft við hugmyndum um að launafólk taki út laun í evrum á móti erlendum langtímalánum.

Ekki er vitað til að fleiri fyrirtæki greiði starfsfólki hér í erlendri mynt, en þó þekkist að fyrirtæki sem eru með umsvif í útlöndum greiði fyrir stjórnarsetu með erlendri mynt. Þannig greiðir Marel stjórnarmönnum í evrum, Bakkavör í sterlingspundum og Össur í bandaríkjadölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×