Innlent

Sex stöðvar bjóða í verkið

Tilboð í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar verða opnuð 21. september, að sögn Þórhalls Hákonarsonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum.

Áætlað er að nýtt varðskip kosti um 2,5 milljarða króna. Í fyrra, þegar ákveðið var að kaupa nýtt varðskip, var áætlað að það myndi kosta um 1,8 til 2 milljarða en vegna óhagstæðrar gengisþróunar hefur verðið hækkað um 500 til 700 milljónir króna. Sex skipasmíðastöðvar taka þátt í útboðinu og eru þrjár þeirra norskar, ein frá Þýskalandi, Hollandi og Chile.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×