Innlent

Handverki gerð skil

aðalstræti 10 Húsið var byggt árið 1762 og hýsti þá líklega dúkvefnaðarstofu. Snemma árs 2005 var ráðist í að endurbyggja það í samræmi við upphaflega gerð þess.
aðalstræti 10 Húsið var byggt árið 1762 og hýsti þá líklega dúkvefnaðarstofu. Snemma árs 2005 var ráðist í að endurbyggja það í samræmi við upphaflega gerð þess.

Endurbótum á Austurstræti 10, elsta húsi í Reykjavík, fer brátt að ljúka. Húsið var byggt árið 1762 og hýsti líklega dúkvefnaðarstofu í upphafi en hefur undanfarin ár verið notað undir vínveitinga- og skemmtistaði. Snemma árs 2005 var ráðist í að endurbyggja húsið í samræmi við upphaflega gerð þess.

Við erum langt komnir með endurbætur á húsinu að utan, segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sem sér um endurbæturnar á húsinu. Annars vegar erum við að tala um gamla húsið og svo reistum við hús fyrir aftan það sem liggur eins og það gamla. Þau verða tengd með tengibyggingu úr gleri. Endurbótum á húsunum lýkur eftir tvo til þrjá mánuði.

Hann segir ekki búið að ákveða hvers konar starfsemi verði í húsinu þegar það opnar á ný. Við erum helst að horfa til samspils sölu og sýningarstarfsemi á íslensku handverki og sýningu um sögu innréttinganna sem er upphaf íslensks handverks, segir hann.

Ýmsir hafa lýst yfir áhuga á að vera þarna með veitinga- og skrifstofurekstur en okkur langar mest að gera handverkinu og innréttingunum skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×