Innlent

Fjórðungur vinnur í fríinu

Stjórnarfundur Markmið könnunarinnar var að kanna hversu eftirsóknarvert það er að vera stjórnandi á Íslandi í dag. Ekkert skal fullyrt um áhyggjur stjórnenda á þessari mynd.
Stjórnarfundur Markmið könnunarinnar var að kanna hversu eftirsóknarvert það er að vera stjórnandi á Íslandi í dag. Ekkert skal fullyrt um áhyggjur stjórnenda á þessari mynd.

Einn af hverjum fjórum íslenskum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þótt hann sé í fríi. Nálægt því sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggjur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem VR, sem áður hét Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, gerði meðal nær þrettán hundruð stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Sagt er frá þessu á vef samtakanna, vr.is.

Fjórðungur þeirra sem svaraði í könnuninni segist alltaf sinna vinnutengdum verkefnum þegar hann sé í fríi, svo sem að svara símtölum eða tölvupóstum. Rúmlega þriðjungur til viðbótar segist oft sinna vinnunni í fríinu. Karlar segjast oftar sinna vinnutengdum verkefnum í fríi en konur.

Í úrtaki voru stjórnendur í stærstu fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði og stjórnendur í ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. 1.270 manns svöruðu en heildarfjöldi úrtaksins var 2.750.

Markmið könnunarinnar var að kanna hversu eftirsóknarvert það er að vera stjórnandi á Íslandi og hvernig líðan þeirra er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×