Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi 25. ágúst 2006 07:45 "Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur. Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira
"Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur.
Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira