113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs 25. ágúst 2006 07:00 Árni Mathiesen Hann segir ekki dæmi um jafn góða niðurstöðu úr ríkissjóði og á síðasta ári. Tekjur umfram gjöld námu 113 milljörðum króna. Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar. Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar.
Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira