Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir 24. ágúst 2006 07:00 Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum