Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf 24. ágúst 2006 07:30 Neyðarlínan Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings. MYND/Heiða Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. Innlent Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans.
Innlent Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira