Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf 24. ágúst 2006 07:30 Neyðarlínan Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings. MYND/Heiða Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði