Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf 24. ágúst 2006 07:30 Neyðarlínan Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings. MYND/Heiða Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans.
Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira