Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin 24. ágúst 2006 07:45 Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat. Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat.
Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira