Innlent

Skólaupplýsingar á einn stað

Vefurinn kynntur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fylgist með Elvari Erni Þórmarssyni kynna vefinn Framhald.is.
Vefurinn kynntur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fylgist með Elvari Erni Þórmarssyni kynna vefinn Framhald.is.

Framhald.is, upplýsingavefur fyrir fólk sem hyggur á framhaldsnám, var opnaður í menntamálaráðuneytinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði vefinn og tilkynnti á sama tíma um hundrað þúsund króna styrk sem menntamálaráðuneytið veitir til verkefnisins.

Höfundar síðunnar eru fjórir ungir drengir í Verslunarskóla Íslands sem fengu þá hugmynd að safna saman upplýsingum um framhaldsnám á einn stað. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um námsbrautir, aðstöðu og félagslíf í framhalds- og háskólum landsins.

Það má segja að við höfum átt hugmyndina að þessu en við fengum aðstoð við sjálfa hönnun síðunnar. Við sátum margar kvöldstundir og margar nætur við að setja upp efnið, fínpússa það og gera það aðgengilegt.

Það má segja að þetta sé niðurstaðan, segir Jón Davíð Davíðsson, einn höfundanna. Ásamt Jóni unnu Hanus Jakobsen, Elvar Örn Þórmarsson og Eiðbergur Daníel Hálfdánarson að gerð vefsins.

Þeir segjast ekki enn búnir að ákveða hvað taki við eftir Verslunarskólann en segja tölvunarfræðinám liggja frekar beint við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×