Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma 24. ágúst 2006 08:00 Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum