Innlent

Starfsmenn megi tjá sig

Borgarfulltrúar vinstri grænna gagnrýna ákvörðun stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur um að starfsmaður ætti ekki að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar.

Fulltrúarnir Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, bréf vegna málsins. Þar er farið fram á að Guðlaugur beiti sér fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda. Einnig skuli hann aflétta fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×