Innlent

Hvellur varar ferðamenn við

hvellbomburnar Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir þessum prófunum á hvellbombum sem eiga að vara ferðamenn við.
hvellbomburnar Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir þessum prófunum á hvellbombum sem eiga að vara ferðamenn við.

Hvellbombur voru prófaðar í nágrenni Hrafntinnuskers í gær. Hugmyndin er að þær verði notaðar til þess að vara ferðamenn við ef til Kötlugoss kemur. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir prófuninni. Hvellbomban er eins konar flugeldur sem gefur aðeins frá sér hljóð en ekki bjarma. Á sama tíma voru tívolíbombur sprengdar til samanburðar.

Það var athugað hvernig mætti vara ferðamenn við hugsanlegum jarðeldum á svæðinu og niðurstaðan var hvellbombur, segir Björn Halldórsson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×