Innlent

Ætla að styrkja fötluð börn

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, kynnti í gær verkefnið skorað fyrir gott málefni. Verkefnið er áheit þar sem bankinn mun gefa ákveðna upphæð fyrir hvert skorað mark í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna í knattspyrnu.

Bankinn greiðir tuttugu þúsund krónur fyrir hvert mark í karladeildinni en þrjátíu þúsund krónur fyrir skorað mark í kvennaleikjunum. Söfnunarféð mun renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, og verði leikmenn á skotskónum ætti það að skila félaginu rúmri milljón króna ef tillit er tekið til meðalskors tveggja síðustu umferða í deildunum tveimur. Landsbankinn býður jafnframt öllum börnum úr Neistanum á leik í góðgerðaumferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×