Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd 23. ágúst 2006 07:45 Sabine Leskopf Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MYND/Heiða Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum