Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins 23. ágúst 2006 07:15 Sigurður Tómas Magnússon Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði