Innlent

Sælgætisneysla hefur aukist

laufey steingrímsdóttir
laufey steingrímsdóttir

Ávaxtaneysla Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö ár eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Þetta kemur fram í tölum um fæðuframboð á Íslandi árin 2004 og 2005.

Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur á Lýðheilsustöð, segir þessar niðurstöður koma á óvart en að þær megi rekja til þess að skólar og vinnustaðir séu í auknum mæli farnir að bjóða upp á ávexti.

Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu nýmjólkur en þó hefur nýmjólkurneysla landans minnkað á undanförnum árum. Laufey segir aukningu á neyslu fituminni mjólkurvara aðallega vera í formi skyrdrykkja en í þeim er þó að finna viðbættan sykur.

Í tölum um fæðuframboð kemur fram að sykurneysla sé enn mjög mikil á Íslandi í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir eða tæpt kíló á viku á hvern íbúa. Gosdrykkir eiga drjúgan þátt í hinni miklu sykurneyslu og sælgætisneysla hefur einnig aukist.

Þá sýna niðurstöður að kjötneysla hefur aukist lítillega síðustu ár og munar þar mest um aukingu á neyslu kjúklinga og lambakjöts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×