Innlent

Rúm milljón úr vasa lögreglu

frá menningarnótt Menningarnótt fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald og þarf haldari því ekki að greiða löggæslukostnað vegna hátíðarinnar.
frá menningarnótt Menningarnótt fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald og þarf haldari því ekki að greiða löggæslukostnað vegna hátíðarinnar.

Reykjavíkurborg greiðir engan löggæslukostnað vegna Menningarnætur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir kostnað lögreglunnar í Reykjavík vegna hátíðahaldanna á Menningarnótt vera um eina og hálfa milljón. Hátíðin fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald meðal annars vegna þess að enginn aðgangseyrir er rukkaður.

Borgin þarf ekki að sækja um skemmtanaleyfi vegna þess að hún er ekki með dansleiki eða aðra leyfisskylda skemmtanastarfsemi á sínum vegum þetta kvöld, segir Geir Jón. Þetta er töluverður kostnaður sem leggst á okkur, ég myndi áætla að þetta sé um ein og hálf milljón. Þarna höfum við lítið um það að segja að þurfa að leggja í fjárútlát vegna hluta sem við ráðum ekki yfir.

Það kostar ekkert inn á Menningarnótt þannig að borgin hefur ekki þurft að greiða löggæslukostnað vegna hátíðarinnar. Við höfum samt sem áður tekið þátt í að útvega fólk úr flugbjörgunar- og hjálparsveitum á staði þar sem þörf er á gæslu. Við viljum endilega vera í sem bestu samstarfi við lögregluna í Reykjavík eins og undanfarin ár, segir Sif Gunnarsdóttir hjá Höfuðborgarstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×