Innlent

Veiðin góð og fiskarnir stórir

Lax 2500 laxar hafa veiðst í Ytri-Rangá það sem af er sumri.
Lax 2500 laxar hafa veiðst í Ytri-Rangá það sem af er sumri.

Veiði í Ytri-Rangá í sumar stefnir í að slá öll met, en um tvö þúsund og fimm hundruð laxar hafa veiðst það sem af er sumri. Samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði hefur veitt gríðarvel í sumar og er heilmikið eftir.

„Núverandi met er um þrjú þúsund laxar. Við opnuðum ekki fyrr en 23. júlí og eigum því mjög mikið eftir. Fiskarnir sjálfir hafa líka verið stórir og góðir í sumar, þeir eru flestir á bilinu fjögur til sjö pund með einum og einum ræfli inn á milli. Maðkaopnunin verður næsta laugardag þannig að það stefnir í metár hvað laxafjölda varðar,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×