Innlent

Erlendar konur í meirihluta

Konur í maraþoni Erlendar konur voru í meirihluta þeirra sem þreyttu fullt mara­þon um helgina.
Konur í maraþoni Erlendar konur voru í meirihluta þeirra sem þreyttu fullt mara­þon um helgina.

Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins.

Flestir hlauparanna voru í aldurshópnum 18-39 ára, eða tæplega fimmtíu, þar af um sjö íslenskar konur. Í aldurshópnum 40-49 ára voru níu íslenskar konur af ríflega tuttugu hlaupurum. Af 30 hlaupurum milli fimmtugs og sextugs voru þrjár íslenskar konur.

Um 500 hlauparar hlupu fullt maraþon.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×