Innlent

Konur fara með völdin

Þrjú af hverjum fjórum formannshlutverkum í nefndum sveitarfélagsins Garði eru í höndum kvenna. Af nefndunum sextán fara karlmenn með formennsku í fjórum.

„Þetta er vegna þess að við ákváðum að hafa það þannig að þeir sem væru á listanum færu líka með formennsku í nefndum og það eru fleiri konur á listanum,“ segir Oddný Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri. „Hins vegar ef allir nefndarmenn er taldir þá er hlutfall kynjanna nokkuð jafnt.“

Ellefu fara með formennsku í nefndunum sextán og þar af eru þrír karlar og átta konur.

N-listinn, sem er að mestu skipaður konum, náði meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum síðasta vor og eru nú fjórar konur í sjösæta bæjarstjórn í Garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×