Innlent

Í gifsi á báðum eftir Gay pride

gay pride það var hýrt yfir mannskapnum á Ingólfstorgi á Laugardaginn þar sem hver listamaðurinn á fætur öðrum tróð upp við mikinn fögnuð.
gay pride það var hýrt yfir mannskapnum á Ingólfstorgi á Laugardaginn þar sem hver listamaðurinn á fætur öðrum tróð upp við mikinn fögnuð.

Juan Gabriel Rios Kristjánsson, hálfþrítugur efnafræðinemi, slasaðist á báðum höndum á sýningu í tilefni Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn.

Juan Gabriel tók þátt í einu atriðanna á sviðinu á Ingólfstorgi, sýndi þar fimleika og stóð meðal annars á höndum. Undirlagið á sviðinu var hins vegar svo hart að ekki vildi betur til en svo að hann slasaðist á báðum höndum, og ber hann nú gifs á þeim báðum.

Ég veit ekki hvort ég handleggsbrotinn í sjálfu sér, segir Juan Gabriel. Þeir gátu ekki séð það á þessu stigi og svo ég væri ekki að gera mér meiri skaða var ég settur í gifs á báðum, ef ég skyldi vera brotinn.

Juan Gabriel segir sviðsgólfið hafa verið hart. Það er auðvitað miklu harðara en venjulegt keppnisgólf. Ég átti von á því að það væri hart en svo lenti ég mjög illa í miðri sýningu í ofanálag.

Juan Gabriel hrökklaðist þó ekki sárþjáður af sviðinu eftir óhappið. Nei nei, ég kláraði sýninguna. Svo fór ég bara á slysavarðstofuna þegar sýningunni lauk, segir Juan Gabriel og gerir lítið úr meiðslunum. Ég held að ég sé nú ekkert stórslasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×