Segir bankana okra á viðskiptavinum 14. ágúst 2006 07:30 Fari viðskiptavinur eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetkorti borgar hann 750 krónur í refsigjald. Formaður Neytendasamtakanna segir gjaldið algjörlega út úr öllu korti. Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti. Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti.
Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira