Innlent

Reykur í Alþingishúsinu

 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærmorgun eftir að boð bárust um reyk í húsinu.

Um bilun í mótorstýringu var að ræða og hafði reykur komið úr henni og sett brunavarnarkerfi hússins af stað. Að sögn slökkviliðs var lítil hætta á ferðum, en öryggisvörður í þinghúsinu hafði þegar slegið út rafmagni á mótorinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Kallað hafði verið eftir bílum úr Hafnarfirði en þeim var snúið við þegar ljóst varð að ekki væri hætta á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×