Innlent

Annar áfangi í fullum gangi

stillansar Þjóðleikhússtjóri segir húsið verða hlýtt og bjart að innan þegar nýtt leikár hefjist í haust. Þó verði það heldur hráslagalegt að utan.
stillansar Þjóðleikhússtjóri segir húsið verða hlýtt og bjart að innan þegar nýtt leikár hefjist í haust. Þó verði það heldur hráslagalegt að utan.

Endurbætur á Þjóðleikhúsinu að utanverðu eru í fullum gangi. Að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra er stefnt að því að utanhússviðgerðum ljúki næsta sumar og haust.

Þetta er einn af þremur áföngum í viðgerðum á Þjóðleikhúsinu. Fyrsta áfanganum, endurbótum á áhorfendasvæðinu, er lokið. Annar áfanginn eru þessar utanhússviðgerðir en þriðji áfanginn er endurnýjun á tækjabúnaði fyrir aftan tjald og viðbygging til austurs.

Hún segir leikárið hefjast 28. ágúst og þá verði hlýtt og bjart í húsinu þótt það væri helst til hráslagalegt að utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×