Innlent

Semja á ný við erlent starfsfólk

Byggingafyrirtækið Sóleyjabyggð ehf. hefur rift samningi sínum við erlendar starfsmannaleigur sakir þess að þær fóru ekki að íslenskum lögum og kjarasamningum við afgreiðslu launa til tveggja litháískra starfsmanna sem unnu fyrir Sóleyjabyggð. Fyrir­tækið hefur gert nýja launasamninga við erlenda starfsmenn fyrirtækisins.

Sóleyjabyggð greiddi starfsmannaleigunum 290 þúsund krónur á mánuði vegna hvors starfsmannsins, en leigurnar gáfu einungis upp tuttugu þúsund á mánuði á hvern starfsmann, en skráðu aðrar greiðslur sem dagpeninga. Félagsdómur úrskurðaði að Sóleyjabyggð yrði ekki sektuð vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×