Innlent

Norskir dagar í tíunda sinn

SEYÐISFJÖRÐUR
Boðið verður upp á ýmsa afþeyingu í tengslum við norska daga á staðnum.
SEYÐISFJÖRÐUR Boðið verður upp á ýmsa afþeyingu í tengslum við norska daga á staðnum.

Norskir dagar á Seyðisfirði hefjast í dag. Þetta er í tíunda sinn sem þeir eru haldnir á staðnum.

Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu á staðnum til 26. ágúst en nú eru einnig hundrað ár frá því sæsíminn var tekinn í notkun og símasamband við útlönd komst á.

Í tengslum við Norska daga og afmæli sæsímans verður slegið upp bæjarhátíð þar sem bækur og myndir frá Noregi verða til sýnis, ásamt tónleikahaldi og kvikmyndahátíð. Við þau hús í bænum þar sem norska fánanum verður flaggað verður boðið upp á kaffi og spjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×