Innlent

Hýrir skrýðast

undirbúningur Emil Þór og Klara leggja lokahönd á undirbúning Hinsegin daga. Hátíðin var sett í gær og leggur skrúðganga af stað frá Rauðarárstíg klukkan tvö í dag.
undirbúningur Emil Þór og Klara leggja lokahönd á undirbúning Hinsegin daga. Hátíðin var sett í gær og leggur skrúðganga af stað frá Rauðarárstíg klukkan tvö í dag.

Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í gærkvöldi. Hátíðin er haldin hér á landi í áttunda sinn. Hátíðin, sem nefnist Gay Pride á ensku, er ein af stærstu útihátíðum borgarinnar á hverju ári.

Skrúðganga leggur af stað frá Rauðarárstíg klukkan tvö í dag og heldur eftir Laugaveginum niður í Lækjargötu. Á seinasta ári voru þátttakendur í skrúðgöngunni rúmlega fjörutíu þúsund.

Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vona að jafn margir ef ekki fleiri taki þátt í hátíðinni í ár, en hún hefur farið stækkandi með hverju ári síðan hún var haldin fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×