Vantar fleiri Sæluvikur 12. ágúst 2006 06:00 Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar.
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum