Langþráður sigur Grindvíkinga 11. ágúst 2006 15:00 fín endurkoma Óli Stefán snéri aftur og skoraði. Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira