Sýnir brögð með ávöxtum

Veigar Páll Gunnarsson er í viðtali í aukablaði norska dagblaðsins Dagbladet, sem heitir Sport Magasinet og kemur út á föstudaginn. Þar er hann í löngu viðtali og á heimasíðu blaðsins, dagbladet.no, má sjá myndskeið þar sem Veigar sýnir ýmis brögð, meðal annars heldur hann epli og mandarínu á lofti eins og um fótbolta væri að ræða - meira að segja tyggjó líka.