Stefnan sett á efri hlutann 11. ágúst 2006 16:00 gjörbreytt lið Hér má sjá mynd af þeim leikmönnum ÍBV sem urðu Íslandsmeistarar síðasta tímabil en þær eru nú flestar horfnar á braut. MYND/E.ól Kvennalið ÍBV sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta leiktímabili hefur misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta vetri. Um tíma var óvíst hvort hægt væri að tefla fram kvennaliði í Vestmannaeyjum en nú er farið að birta til. "Staðan núna er alveg ágæt og það er að koma mynd á þetta. Við setjum stefnuna á að vera fyrir ofan miðju á næsta tímabili og vera með samkeppnishæft lið fyrir efstu liðin," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Í gær var tilkynnt að Renata Horvath mun leika með ÍBV næsta vetur en hún er hætt við að fara í ungverska liðið Vac. ÍBV hefur einnig gengið frá samningum við 26 ára tékkneska landsliðskonu sem spilar sem línumaður og heitir Pavla Nevarilová en hún kemur frá Sport Slokov sem er meistari í Tékklandi. Þá hefur liðið einnig fengið rúmenska skyttu, Valentinu Radu, eins og við greindum frá í gær. "Ég hef mikla trú á þessum nýju leikmönnum og held að þær séu öflugar, þessar stelpur eiga vonandi eftir að reynast okkur vel. Það eru rosalega fáar innlendar stelpur sem vilja koma hingað og spila. En þetta skiptir ekki máli fyrir okkur, ég sé engan mun á því hvort þær komi að utan eða séu íslenskar. Svo lengi sem þær eru til í að spila undir merki ÍBV og leggja sig fram fyrir liðið þá eru þær Eyjastelpur, hvort sem þær koma frá Kína eða Suður-Afríku," sagði" Hlynur. Einar Jónsson mun þjálfa kvennalið ÍBV næsta tímabil. "Við erum ennþá með þessar ungu stelpur sem voru á bekknum hjá okkur en höfum misst einhverjar sex til sjö stelpur frá síðasta tímabili. Þannig að við erum núna að fá leikmenn til að styrkja byrjunarliðið hjá okkur." Fyrir stuttu var haldinn fundur fyrir áhugafólk um framtíð handboltans í Vestmannaeyjum þar sem leitað var að fólki til að starfa kringum meistaraflokka ÍBV á komandi tímabili. "Það gekk ekki nægilega vel. Þjóðfélagið er að breytast og félagsstörfum fer fækkandi í landinu. Það er erfitt að fá fólk til að starfa í sjálfboðavinnu í kringum íþróttastarfsemi. Þetta fer minnkandi með hverju árinu, það er auðvelt að fá foreldra til að starfa kringum yngri flokka en þegar kemur að eldri flokkum er það erfiðara, sagði Hlynur, sem hefur unnið hörðum höndum að því að halda uppi handbolta í Vestmannaeyjum en ætlar að segja þetta gott eftir komandi tímabil. "Ég er búinn með minn kvóta og ég vil ekkert hugsa út í það hvað gerist þegar ég hætti. Ég ætla bara að gera mitt besta næsta árið ásamt Viktori sem er með mér í þessu. Stefnan er að koma karlaliðinu upp og vonandi enda stelpurnar í efri hlutanum, svo verður fjárhagurinn vonandi í þokkalegu lagi en þetta er þungur róður," sagði Hlynur Sigmarsson. Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Kvennalið ÍBV sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta leiktímabili hefur misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta vetri. Um tíma var óvíst hvort hægt væri að tefla fram kvennaliði í Vestmannaeyjum en nú er farið að birta til. "Staðan núna er alveg ágæt og það er að koma mynd á þetta. Við setjum stefnuna á að vera fyrir ofan miðju á næsta tímabili og vera með samkeppnishæft lið fyrir efstu liðin," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Í gær var tilkynnt að Renata Horvath mun leika með ÍBV næsta vetur en hún er hætt við að fara í ungverska liðið Vac. ÍBV hefur einnig gengið frá samningum við 26 ára tékkneska landsliðskonu sem spilar sem línumaður og heitir Pavla Nevarilová en hún kemur frá Sport Slokov sem er meistari í Tékklandi. Þá hefur liðið einnig fengið rúmenska skyttu, Valentinu Radu, eins og við greindum frá í gær. "Ég hef mikla trú á þessum nýju leikmönnum og held að þær séu öflugar, þessar stelpur eiga vonandi eftir að reynast okkur vel. Það eru rosalega fáar innlendar stelpur sem vilja koma hingað og spila. En þetta skiptir ekki máli fyrir okkur, ég sé engan mun á því hvort þær komi að utan eða séu íslenskar. Svo lengi sem þær eru til í að spila undir merki ÍBV og leggja sig fram fyrir liðið þá eru þær Eyjastelpur, hvort sem þær koma frá Kína eða Suður-Afríku," sagði" Hlynur. Einar Jónsson mun þjálfa kvennalið ÍBV næsta tímabil. "Við erum ennþá með þessar ungu stelpur sem voru á bekknum hjá okkur en höfum misst einhverjar sex til sjö stelpur frá síðasta tímabili. Þannig að við erum núna að fá leikmenn til að styrkja byrjunarliðið hjá okkur." Fyrir stuttu var haldinn fundur fyrir áhugafólk um framtíð handboltans í Vestmannaeyjum þar sem leitað var að fólki til að starfa kringum meistaraflokka ÍBV á komandi tímabili. "Það gekk ekki nægilega vel. Þjóðfélagið er að breytast og félagsstörfum fer fækkandi í landinu. Það er erfitt að fá fólk til að starfa í sjálfboðavinnu í kringum íþróttastarfsemi. Þetta fer minnkandi með hverju árinu, það er auðvelt að fá foreldra til að starfa kringum yngri flokka en þegar kemur að eldri flokkum er það erfiðara, sagði Hlynur, sem hefur unnið hörðum höndum að því að halda uppi handbolta í Vestmannaeyjum en ætlar að segja þetta gott eftir komandi tímabil. "Ég er búinn með minn kvóta og ég vil ekkert hugsa út í það hvað gerist þegar ég hætti. Ég ætla bara að gera mitt besta næsta árið ásamt Viktori sem er með mér í þessu. Stefnan er að koma karlaliðinu upp og vonandi enda stelpurnar í efri hlutanum, svo verður fjárhagurinn vonandi í þokkalegu lagi en þetta er þungur róður," sagði Hlynur Sigmarsson.
Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira