Innlent

Blindir fara á sjó og ríða út

Verkefni á vegum Sérsveitarinnar í Hinu húsinu fer fram þessa dagana þar sem þátttakendur eru allir blindir eða sjónskertir. Verkefnið, sem heitir „Everyone can do it“, eða „Allir geta gert það“ á íslensku, felst meðal annars í því að fjalla um hindranir blindu og hvað blindir og sjónskertir geta sjálfir gert til að auðvelda sér hversdaginn.

Í lok verkefnisins munu þátttakendur framkvæma ólíka hluti sem þeir hafa ekki átt kost á sökum sinnar fötlunar. Einn mun starfa á bóndabæ, tveir fara á sjó, tveir læra að ríða út og einn syngur lag í hljóðveri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×