Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara 9. ágúst 2006 03:30 Samráð olíufélaganna var til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu í meira en fjögur ár áður en ríkissaksóknari fékk málið til meðferðar. fréttablaðið/hörður Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli." Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli."
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent