Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk 9. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Fagnar hér einu marka sinna í sumar ásamt liðsfélögum sínum en hann er fyrir miðri mynd. MYND/scanpix Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við. Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við.
Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira