Innlent

Á lítið erindi inn á þing

andrés jónsson
andrés jónsson

„Mér finnst sjálfsagt að hann reyni ef hann vill þetta á annað borð, en mér persónulega finnst hann eiga lítið erindi inn á þing,“ segir Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðar­manna, en hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hefur verið í umræðunni að undanförnu.

„Það liggur lítið sem ekkert gott eftir hann frá hans fyrri þingmannsferli,“ segir Andrés. „Ég öfunda ekki sjálfstæðismenn ef þeir ætla að fara að láta rifja upp öll mál Árna Johnsen og hvernig var tekið á því á sínum tíma, í komandi kosningabaráttu í Suðurkjördæmi. Þeir hljóta að vilja að kosningabaráttan snúist um eitthvað jákvæðara en hvernig Árni fékk að leika lausum hala á ábyrgð ýmissa ráðherra sem enn sitja í einhverjum tilfellum enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×