Þriðjungur fólks fær krabbamein á ævinni 8. ágúst 2006 07:00 Landspítali - háskólasjúkrahús Helgi Sigurðssson, prófessor í krabbameinslækningum, segir krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. Þó hafi horfur þeirra sem greinast aldrei verið betri en nú. Samkvæmt krabbameinsskrá er um fjórðungur allra dánarmeina af völdum krabbameins. Þriðjungur landsmanna fær krabbamein einhverntíma á ævinni, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Um það bil fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabbameins. Tíðni hinna ýmsu tegunda krabbameins er mismunandi eftir kynjum, hjá körlum er lungnakrabbamein algengast en brjóstakrabbamein algengast hjá konum. Um sextíu prósent þeirra sem greinast með krabbamein í dag eru á lífi fimm árum frá greiningu, en fyrir fimmtíu árum voru um þrjátíu prósent á lífi fimm árum eftir greiningu. Hvað mörg krabbamein varðar hafa horfur batnað verulega, til dæmis eru um níutíu prósenta líkur á að kona sem greinist með brjóstakrabbamein í dag verði á lífi eftir fimm ár. Að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors í krabbameinslækningum, er krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. „Krabbamein er sá sjúkdómur sem almenningur óttast einna mest að fá, en margir tengja greiningu þess við dauðadóm,“ segir Helgi. „Horfur þeirra sem greinast eru þó að batna og þeir sem læknast ekki lifa lengur og betur en áður. Ástæðan er framfarir í meðferð og greiningu sjúkdómsins á forstigum og einkennameðferð.“ Helgi segir aldur mesta áhættuþátt þess að fá krabbamein. Krabbamein séu fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra sem fái krabbamein greinist eftir 65 ára aldur. Meðalaldur við greiningu krabbameina er 67 ár hjá körlum og 63 ár hjá konum. „Nýjar rannsóknir sýna að offita og þyngdaraukning eru mikilvægir áhættuþættir fyrir fjölda krabbameina, þannig að hreyfing og viðhald kjörþyngdar eru mikilvægir fyrirbyggjandi þættir.“ Hann segir að búast megi við verulegri lækkun á nýgengi á sumum krabbameinum eins og lungnakrabbameini þar sem reykingar landsmanna hafi minnkað. Önnur eigi eftir að aukast eins og sortumein vegna sólstrandarferða og sólbaða. Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þriðjungur landsmanna fær krabbamein einhverntíma á ævinni, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Um það bil fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabbameins. Tíðni hinna ýmsu tegunda krabbameins er mismunandi eftir kynjum, hjá körlum er lungnakrabbamein algengast en brjóstakrabbamein algengast hjá konum. Um sextíu prósent þeirra sem greinast með krabbamein í dag eru á lífi fimm árum frá greiningu, en fyrir fimmtíu árum voru um þrjátíu prósent á lífi fimm árum eftir greiningu. Hvað mörg krabbamein varðar hafa horfur batnað verulega, til dæmis eru um níutíu prósenta líkur á að kona sem greinist með brjóstakrabbamein í dag verði á lífi eftir fimm ár. Að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors í krabbameinslækningum, er krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. „Krabbamein er sá sjúkdómur sem almenningur óttast einna mest að fá, en margir tengja greiningu þess við dauðadóm,“ segir Helgi. „Horfur þeirra sem greinast eru þó að batna og þeir sem læknast ekki lifa lengur og betur en áður. Ástæðan er framfarir í meðferð og greiningu sjúkdómsins á forstigum og einkennameðferð.“ Helgi segir aldur mesta áhættuþátt þess að fá krabbamein. Krabbamein séu fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra sem fái krabbamein greinist eftir 65 ára aldur. Meðalaldur við greiningu krabbameina er 67 ár hjá körlum og 63 ár hjá konum. „Nýjar rannsóknir sýna að offita og þyngdaraukning eru mikilvægir áhættuþættir fyrir fjölda krabbameina, þannig að hreyfing og viðhald kjörþyngdar eru mikilvægir fyrirbyggjandi þættir.“ Hann segir að búast megi við verulegri lækkun á nýgengi á sumum krabbameinum eins og lungnakrabbameini þar sem reykingar landsmanna hafi minnkað. Önnur eigi eftir að aukast eins og sortumein vegna sólstrandarferða og sólbaða.
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent