Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda 8. ágúst 2006 07:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. Innlent Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar.
Innlent Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira