Ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra 5. ágúst 2006 09:00 Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið. Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið.
Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira