Fer til Häcken til að fá að spila 5. ágúst 2006 11:00 Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu. Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu.
Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Sjá meira