Valur samþykkti tilboð Häcken 4. ágúst 2006 16:30 ari freyr skúlason Af öllum líkindum á leið til Häcken í Svíþjóð. MYND/Stefán Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum. Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum.
Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira