Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári 3. ágúst 2006 13:00 Ásthildur helgadóttir Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. MYND/Valli Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga. Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.
Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum