Veigar Páll valinn í landsliðið á nýjan leik 3. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Hefur átt sannkallað draumatímabil í norsku úrvalsdeildinni í ár. MYND/Hilmar Þór Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. Veigar Páll hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Stabæk og er markahæsti maður deildarinnar með tíu mörk ásamt félaga sínum í Stabæk, Daniel Nannskog. Þetta hafa þeir afrekað í fimmtán leikjum en samtals hefur liðið allt skorað 26 mörk í þessum leikjum í sumar. Samkvæmt norska vefmiðlinum Budstikka er þetta besta framherjateymi Stabæk frá upphafi og besta erlenda framherjateymi norsku úrvalsdeildarinnar síðan 1995 en Nannskog er sænskur. Þeir eru sagðir gefa einhverjum frægustu sóknarpörum norskrar knattspyrnu ekkert eftir, svo sem þeim Ole Gunnar Solskjær og Arild Stavrum hjá Molde árið 1995 annars vegar og Sigurd Rushfeldt og Harald Brattbakk hjá Rosenborg árið 1997 hins vegar. Allir skoruðu þeir mikinn fjölda marka fyrir sín félög þessi ár. Veigar Páll hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg félög í Englandi sem og víðar í Evrópu. Auk þess að vera markahæstur er hann mjög ofarlega í einkunnargjöfum norsku dagblaðanna. Hjá Dagbladet er hann í 1. sæti með meðaleinkunn 5,93. Hjá Verdens Gang í 5. sæti (5,6), 7. sæti í Nettavisen (5,87) og 2. sæti hjá Aftenposten (6,00). Veigar Páll er þar að auki langefstur á lista þeirra sem hafa átt þátt í flestum mörkum en auk þess að skora tíu hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar. Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. Veigar Páll hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Stabæk og er markahæsti maður deildarinnar með tíu mörk ásamt félaga sínum í Stabæk, Daniel Nannskog. Þetta hafa þeir afrekað í fimmtán leikjum en samtals hefur liðið allt skorað 26 mörk í þessum leikjum í sumar. Samkvæmt norska vefmiðlinum Budstikka er þetta besta framherjateymi Stabæk frá upphafi og besta erlenda framherjateymi norsku úrvalsdeildarinnar síðan 1995 en Nannskog er sænskur. Þeir eru sagðir gefa einhverjum frægustu sóknarpörum norskrar knattspyrnu ekkert eftir, svo sem þeim Ole Gunnar Solskjær og Arild Stavrum hjá Molde árið 1995 annars vegar og Sigurd Rushfeldt og Harald Brattbakk hjá Rosenborg árið 1997 hins vegar. Allir skoruðu þeir mikinn fjölda marka fyrir sín félög þessi ár. Veigar Páll hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg félög í Englandi sem og víðar í Evrópu. Auk þess að vera markahæstur er hann mjög ofarlega í einkunnargjöfum norsku dagblaðanna. Hjá Dagbladet er hann í 1. sæti með meðaleinkunn 5,93. Hjá Verdens Gang í 5. sæti (5,6), 7. sæti í Nettavisen (5,87) og 2. sæti hjá Aftenposten (6,00). Veigar Páll er þar að auki langefstur á lista þeirra sem hafa átt þátt í flestum mörkum en auk þess að skora tíu hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar.
Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira