Innlent

Heimilt að blása framkvæmdina af

Reitur bensínstöðvarinnar Meirihlutinn í borgarstjórn vill finna bensínstöðinni nýjan stað í sátt við Esso.
Reitur bensínstöðvarinnar Meirihlutinn í borgarstjórn vill finna bensínstöðinni nýjan stað í sátt við Esso.

Esso fær takmarkað byggingarleyfi fyrir bensínstöð við Hringbraut, en fundargerð frá byggingarfulltrúa varðandi þetta var staðfest á borgarráðsfundi í gær.

„Essó má hefja undirbúning en ef borgin tekur einhverjar aðrar ákvarðanir má blása framkvæmdina af hvenær sem er,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. „Upphaflega átti leyfið fyrir bensínstöðinni að vera til fjörutíu ára en nú gildir það aðeins til tíu ára. Þá mun Landspítali krefjast lóðarinnar og flytja þyrfti bensínstöðina aftur, ef hún verður reist.“

Gísli Marteinn segir einnig undarlegt að ekki hafi verið haft samráð við umhverfissvið áður en ákvörðunin um bensínstöðina var tekin. „Ef þessi bensínstöð rís er hún fyrst og fremst rauður og sjálflýsandi minnisvarði um skammsýni R-listans í skipulagsmálum. Við munum tala við Esso-menn um einhverja lausn á málinu, en það getur vel verið að við þurfum að lokum að hafa bensínstöðina þarna, þar sem búið var að semja um það,“ segir Gísli Marteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×