Innlent

Rifta samningi vegna vanefnda

Tvö verktakafyrirtæki á Ísafirði hafa rift samningi sínum við starfsmannaleiguna Temporary Work Company í Reykjavík.

„Starfsmannaleigan var ekki að greiða samkvæmt íslenskum kjarasamningum og starfsmennirnir voru að fá 10 til 15 þúsund á viku til að framfleyta sér á,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, starfsmannastjóri hjá Ágústi og Flosa ehf., sem er annað fyrirtækjanna. Hún segir að ekki hafi verið gengið frá réttindamálum starfsmann­anna og því hafi verið ákveðið að ráða þá milliliðalaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×