Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili 27. júlí 2006 07:00 Guðmundur Hallvarðsson Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“ Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“
Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira