Innlent

Séríslenskt vandamál

Fólk stundar að bragða á vínberjunum áður en það kaupir þau, þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt en þetta virðist vera séríslenskt vandamál, segir Sigurður Reinaldsson, innkaupastjóri matvöru hjá Hagkaupum.

Að sögn Sigurðar er vínberjavandamálið útbreitt. Við aðhöfumst ekkert í svona tilvikum því þá gerðum við lítið annað.

Hann segir þetta íslenskt fyrirbrigði því víða erlendis séu vínberin pökkuð inn og því ekki jafn hægt um vik að fá sér vínber ófrjálsri hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×