Innlent

Ekki í ESB að óbreyttu

Friðrik Jón Arngrímsson
Friðrik Jón Arngrímsson

Friðrik Jón Arngrímsson segir hagstjórn ábótavant og nauðsynlegt sé að spyrja sig hvort hávaxtastefna Seðlabankans sé að skila einhverju, sérstaklega í ljósi þess að gengi krónunnar virðist í auknum mæli háð útgáfu krónubréfa erlendis. „Það er verið að gefa fyrirtækjum í framleiðslu og útflutningi bylmings­högg. Þetta er óskynsamleg hagstjórn, ef hagstjórn er hægt að kalla.“

Friðrik Jón segir að skoða eigi alla möguleika í stöðunni en er ekki viss um að upptaka evrunnar sé nein galdralausn. Hins vegar komi ekki til greina að ganga í Evrópusambandið að óbreyttu „Ef við þurfum að gefa eftir forræði yfir stjórn fiskistofna kemur aðild að ESB ekki til álita.“- jsk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×