Innlent

Dugði ekki til hækkunar

Þrátt fyrir að KB banki hafi skilað þrettán milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem var umfram væntingar, lækkuðu bréf félagsins um 1,5 prósent. Bankinn skilaði 31,8 milljarða hagnaði á fyrra hluta ársins sem er metafkoma.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vel gangi að endurfjármagna lán sem komi til greiðslu á næsta ári og býst við að því ljúki fyrir lok þessa árs. KB banki hefur þegar lokið við endurfjármögnun þessa árs. Stjórnendur bankans reikna ekki með að ráðast í stórar yfirtökur á næstu mánuðum.

Fjárfestingafélagið Exista verður skráð í Kauphöllina þann 15. september að sögn Hreiðars Más en bankinn er meðal stærstu hluthafa í Exista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×