Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu 26. júlí 2006 06:45 Starfsstöð Neyðarlínunnar Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrast kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, vegna bráðabirgðaákvörðunar í deilu Símans hf. og Atlassíma ehf. MYND/Hari Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu. Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu.
Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira